Inngangur

Hér fyrir neðan munið þið sjá það sem ég er búinn að gera í skólanum veturinn 2015-2016. Mér hefur fundist þetta skólaár eitt af bestu árum sem ég hef upplifað og langar að þakka Önnu og Auði fyrir að hjálpa mér alltaf þegar ég þarfnaðist þess. Takk fyrir árið.    

 

Ég vona að ykkur muni finnast þessi bloggsíða jafnflott og mér fannst hún. 

 

 

Njótið   


Ritun

Í íslensku var ég að gera verkefni, verkefnið var þannig að ég átti að skrifa ritun og síðan áttu allir að lesa annara manna ritun og skrifa eitthvað fallegt um hana. Ég lærði mikið af þessu verkefni eins og að nota punkta, kommur og fleira. Mér fannst þetta verkefni mjög áhugavert og ég vona að við gerum þetta einhvern tímann aftur    


Íþróttir og verk og listgreinar

Í íþróttum fannst mér mjög gaman eins og að vera í útileikjum fannst mér skemmtilegast en í sundi fannst mér fræðilegast og í íþróttum náði ég mestum framförum. Mér fannst mjög gaman að vera í þessum íþróttum og hlakka til í áttunda bekk að gera það aftur   

 

Í verk og listgreinum fannst mér skemmtilegast að vera í heimilisfræði, leiklist og tónmennt en einnig fannst mér gaman í myndmennt því ég varð betri teiknari en mér fannst allt annað líka áhugavert. 


Ritgerð um Búddatrú

Í náttúrufræði var ég að gera ritgerð um Búddatrú þar sem ég þurfti að hafa í kringum 1000 orð. Í ritgerðinni þurftu að vera upplýsingar um t.d. Ævi Búdda, kenningar Búdda og munka og nunnu samfélagið.

Ég lærði mikið af þessu verkefni t.d. að munkar og nunnur þurfa að lifa í fátækt og að Búdda hét Siddharta Gautama.

Mér fannst þetta verkefni mjög skemmtilegt og fræðandi og ég vona að við gerum þetta einhvern tímann aftur.  


Mannslíkaminn

Við 7.bekkur Ölduselsskóla vorum að gera verkefni um mannslíkamann. Verkefnið var þannig að einhverjir áttu að teikna á mannslíkamann og einhverjir að finna upplýsingar. Ég var með Fríðu í hóp og við áttum að finna upplýsingar um beinin. Ég lærði mikið af þessu verkefni eins og kúluliði og hjöruliði og að í líkamannum þínum eru um 200 bein. Mér fannst þetta verkefni mjög skemmtilegt og ég vona að við gerum þetta einhvern tímann aftur. 

 

 

 

Hér getur þú séð mynd af mannslíkamanum


Unique places in Iceland

Ég var að gera verkefni í ensku. Verkefnið var þannig að ég átti að velja mér 3 áhugaverða staði á Íslandi og skrifa um þá á ensku og setja inn á blogsíðuna mína, staðirnir sem ég valdi mér eru Ísafjörður, Háifoss og Eyjafjallajökull. Ég lærði mikið af þessu verkefni til dæmis að Ísafjörður er fallegasti staðurinn á Íslandi og að Háifoss er annar stærsti foss á Íslandi. Mér fannst þetta verkefni mjög skemmtilegt og ég vona að við gerum þetta einhvern tímann aftur. 

 

 

Hér getur þú séð verkefnið mitt


Tyrkjaránið leikrit

Við 7.bekkur settum upp leikrit sem var um þann hryllilega atburð sem átti sér stað árið 1627, Tyrkjaránið. Ég lék séra Ólaf sem var presturinn í Tyrkjaráninu. Ég lærði mikið af þessu verkefni eins og að ná samskipti við krakkana, muna langa texta og drepa sviðsskrekkinn minn. Mér fannst geðveikt gaman að sýna þetta leikrit og ég myndi elska að setja upp leikrit aftur.         


Galdrastafir og græn augu bókagagnrýni

Þessi bók fjallar um strák úr Kópavoginum sem heitir Sveinn. Hann  fer í bíltúr til Hlíðarvatns með fjölskyldunni sinni. Þau ákveða að tína ber og þannig finnur Sveinn stein og á honum er skrýtinn bókstafur sem er eins og galdrastafur. Allt í einu á undarlegan hátt skellist Sveinn í jörðina á sama stað og hann stóð en bíllinn hans er ekki þar. Hann er kominn á einhvern skrýtinn stað. Sveinn kynnist þar strák sem heitir Jónas. Jónas segir Sveini að Sveinn er á árinu 1713. Sveinn verður mjög hissa og hræddur en Jónas tekur hann að sér og leyfir honum að gista hjá sér. Sveinn kynnist lífinu sem Jónas lifir en maturinn er miklu verri og rúmin óþægileg. Sveinn saknar samt fjölskyldu sinnar en verður ástfanginn af vinnukonu fjölskyldu Jónasar, henni Stínu. Hún er rauðhærð og hann týnist í djúpgrænum augum hennar. Merkur maður, galdramaður og prestur, hann séra Eiríkur á Vogsósum tekur Svein í nám. Sveinn beið lengi eftir að læra galdra svo hann gæti komist aftur til 1997 svo séra Eiríkur tekur hann að sér. Einn daginn eru séra Eiríkur og Sveinn að ríða heim á hestum þegar peysa séra Eiríks, sem galdrakonan Stokkseyrar-Dísa prjónaði handa honum, verður þrengri og þrengri og séra Eiríkur kafnar. Sveinn tekur þá vasahníf sinn og sker peysuna svo séra Eiríkur lifir af. Séra Eiríkur verður svo glaður að hann lofar að gera allt sem hann getur til að koma Sveini heim til sín. Mun Sveinn komast aftur heim eða verður hann fastur í fortíðinni.

 

Kostir við þessa bók eru að hún er spennandi, skemmtileg og rómantísk en ég fann enga galla. 


Úlfljótsvatn

Við 7.bekkur í Ölduselsskóli fórum til Úlfljótsvatns. Við vorum þar tvær nætur. Það var alveg geðveikt að vera þarna því það var svo gott veður og við gátum farið í wipeout brautina rétt hjá. Ég var mjög hissa með matinn því að hann var miklu betri en ég ímyndaði mér. Einnig fórum við í marga skemmtilega íþróttaleiki eins og frisbígolf og bogfimi. Mér leið mjög vel á Úlfljótsvatni og krakkarnir náðu mjög vel saman. Það var mjög gott að geta valið hverjum ég vildi vera með í herbergi og allt gekk mjög vel.         

 

 Takk fyrir mig.


Tyrkjaránið fréttablað

Ég var að gera verkefni um Tyrkjaránið. Verkefnið var að skrifa fréttablað. Ég átti að skrifa 4 fréttir eða fleira af 9 mögulegum. Ég lærði mjög mikið af þessu verkefni t.d að það er til flöt í Vestmannaeyjum sem heitir Ræningjaflöt. Mér fannst þetta verkefni mjög skemmtilegt þótt það hafi tekið langan tíma.    

Hér getur þú séð verkefnið mitt  


Næsta síða »

Höfundur

Frank Gerritsen
Frank Gerritsen
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband