Galdrastafir og græn augu bókagagnrýni

Þessi bók fjallar um strák úr Kópavoginum sem heitir Sveinn. Hann  fer í bíltúr til Hlíðarvatns með fjölskyldunni sinni. Þau ákveða að tína ber og þannig finnur Sveinn stein og á honum er skrýtinn bókstafur sem er eins og galdrastafur. Allt í einu á undarlegan hátt skellist Sveinn í jörðina á sama stað og hann stóð en bíllinn hans er ekki þar. Hann er kominn á einhvern skrýtinn stað. Sveinn kynnist þar strák sem heitir Jónas. Jónas segir Sveini að Sveinn er á árinu 1713. Sveinn verður mjög hissa og hræddur en Jónas tekur hann að sér og leyfir honum að gista hjá sér. Sveinn kynnist lífinu sem Jónas lifir en maturinn er miklu verri og rúmin óþægileg. Sveinn saknar samt fjölskyldu sinnar en verður ástfanginn af vinnukonu fjölskyldu Jónasar, henni Stínu. Hún er rauðhærð og hann týnist í djúpgrænum augum hennar. Merkur maður, galdramaður og prestur, hann séra Eiríkur á Vogsósum tekur Svein í nám. Sveinn beið lengi eftir að læra galdra svo hann gæti komist aftur til 1997 svo séra Eiríkur tekur hann að sér. Einn daginn eru séra Eiríkur og Sveinn að ríða heim á hestum þegar peysa séra Eiríks, sem galdrakonan Stokkseyrar-Dísa prjónaði handa honum, verður þrengri og þrengri og séra Eiríkur kafnar. Sveinn tekur þá vasahníf sinn og sker peysuna svo séra Eiríkur lifir af. Séra Eiríkur verður svo glaður að hann lofar að gera allt sem hann getur til að koma Sveini heim til sín. Mun Sveinn komast aftur heim eða verður hann fastur í fortíðinni.

 

Kostir við þessa bók eru að hún er spennandi, skemmtileg og rómantísk en ég fann enga galla. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Frank Gerritsen
Frank Gerritsen
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband